fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433

Mourinho segir Woodward að selja hann – Real leggur fram lokatilboð

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og geta lið enn styrkt sig fyrir utan þau sem spila í ensku úrvalsdeildinni.

Hér má sjá pakka dagsins.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur beðið stjórnarformann félagsins, Ed Woodward, um að selja franska sóknarmanninn Anthony Martial. (Star)

Martial hefur þó ákveðið að yfirgefa ekki Old Trafford í sumar og vill berjast fyrir sínu sæti. (Sun)

Real Madrid mun leggja fram lokatilboð í Eden Hazard, leikmann Chelsea, áður en félagaskiptaglugginn lokar. (Mirror)

Barcelona getur keypt varnarmanninn Yerry Mina aftur frá Everton fyrir 60 milljónir evra en hann var keyptur af enska félaginu á 30 milljónir evra í sumar. (Marca)

Manchester City íhugar að kalla markvörðinn Aro Muric úr láni frá hollenska liðinu NEC eftir meiðsli Claudio Bravo. (Telegraph)

Real Madrid og Atletico Madrid vilja bæði fá bakvörðinn Marcos Alonso sem spilar með Chelsea. (AS)

Yannick Bolasie, vængmaður Everton, vill frekar semja við Aston Villa á láni en Middlesbrough. (Birmingham Live)

Everton segir þýska félaginu RB Leipzig að borga 28 milljónir punda fyrir vængmanninn Ademola Lookman. (Sky)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rooney bjartsýnn og hefur trú á Amroim

Rooney bjartsýnn og hefur trú á Amroim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Salah sá fyrsti til að afreka þetta á Englandi

Salah sá fyrsti til að afreka þetta á Englandi
433Sport
Í gær

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti
433Sport
Í gær

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth
433Sport
Í gær

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“
433Sport
Í gær

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar