fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433

Sérfræðingar brjálaðir eftir dóminn í úrslitum HM – ,,Ógeðsleg ákvörðun“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. júlí 2018 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkar fengu dæmda vítaspyrnu í úrslitaleik HM í dag en liðið leikur nú gegn Króatíu.

Boltinn fór í hönd Ivan Perisic eftir hornspyrnu og eftir að hafa skoðað atvikið dæmdi dómari leiksins víti.

Sérfræðingar eru sammála um það að dómurinn hafi verið rangur og að Perisic hafi ekkert getað gert öðruvísi.

Mark Clattenburg, fyrrum dómari á Englandi, segir að dómurinn hafi verið rangur og að hendur Perisic hafi verið í eðlilegri stöðu.

Roy Keane, Gary Neville og Lee Dixon tóku undir með Clattenburg í setti ITV. Hér má sjá hvað þeir höfðu að segja.

Mark Clattenburg: Hendurnar eru í eðlilegri stöðu og hann reynir ekki að ná til boltanns. Þetta er ekki víti.

Roy Keane: Þessi ákvörðun er ógeðsleg. Ég er bálreiður.

Gary Neville: Dómarinn hefur örugglega aldrei spilað leikinn.

Lee Dixon: Það á aldrei að dæma vítaspyrnu á þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gerir ekki ráð fyrir öðru en Guehi fari frítt næsta sumar

Gerir ekki ráð fyrir öðru en Guehi fari frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga