fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Björn Bragi: Vissi ekki að Hannes væri í fótbolta

Victor Pálsson
Mánudaginn 18. júní 2018 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bragi Arnarson er staddur í Rússlandi þessa stundina en hann og félagar í Mið-Ísland héldu uppistand fyrir landsliðið í dag.

Björn segir að það hafi verið gaman að upplifa það að fara með uppistand fyrir strákana og talar svo um rosalega öryggisgæslu er þeir mættu á hótelið.

,,Þeir voru mjög gott crowd. Það var geggjuð stemning og það hefur verið mikil leynd yfir þessu. Við máttum ekki segja neinum frá þessu frá því að það var ákveðið að við kæmum út og yrðum með uppistand fyrir þá,“ sagði Björn.

,,Það var mikill spenningur í okkur og það var gaman að koma inn. Þeir voru svona surprised og bara gaman, showið gekk vel og bara stemning.“

,,Þetta er eitt það fyndnasta sem ég hef lent í. Þetta var eins og að vera í stríði. Við mættum og það voru sex gæjar með vélbyssur.“

,,Við fengum að pissa áður en við komum inn á hótelið og það var bara einhver vöruskemma og einhver beddi á gólfinu og gæi með vélbyssu. Maður var pínu hræddur bara.“

,,Þetta sýnir hversu stórt dæmi þetta er. Við þurftum að fara í vopnaleit og sprengjuleit á bílnum, gæinn var að tékka hvort við værum með bílsprengju.“

Björn og Hannes Þór Halldórsson eru góðir vinir en sá síðarnefndi varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á laugardag. Björn sá það ekki gerast.

,,Það var algjörlega súrréalískt. Ég táraðist í stúkunni, ég geri grín að honum og skýt á hann í þessu uppistandi áðan en maður var að springa úr stolti.“

,,Það fyndna er að þegar við vorum saman í Verzló svona 17 ára og vorum að gera 12:00 og svona, ég vissi ekki einu sinni að hann væri að æfa fótbolta.“

,,Hann var bara einn af þessum gæjum, ‘já ókei er þessi eitthvað í boltanum’, hann var á bekknum hjá Leikni og svo var hann eitthvað að hanga í þessu. Það er ekki séns að ég hefði séð hann fyrir mér fara á HM.“

Nánar er rætt við Björn hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“