fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Auglýsa tiltektardag meðan Ísland spilar við Argentínu: „Ég myndi truflast við að sjá svona orðsendingu í stigaganginum“ – Sjáðu myndina

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má búast við því að stór hluti þjóðarinnar verði límdur við skjáinn á laugardag klukkan 13 þegar Ísland spilar sinn fyrsta leik í sögunni í lokakeppni HM. Andstæðingurinn er enginn annar en Argentína sem hefur einn allra besta knattspyrnumann sögunnar innanborðs, Lionel Messi.

Húsfélag eitt á óþekktum stað hefur þó annað á dagskránni en að horfa á einhvern fótboltaleik eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Á auglýsingunni stendur meðal annars: „Þá er komið að því – Sumargleði“.

Umrædd sumargleði á að standa frá klukkan 10-14 laugardaginn 16. júní og mun gleðin meðal annars felast í að hreinsa geymslugang, sópa bílskýli, hreinsa blómabeð, tína rusl og hreinsa gangstéttar.

Neðst í auglýsingunni stendur svo að ef fáir láti sjá sig verður þessi vinna einfaldlega keypt á kostnað húsfélagsins. Það verður eflaust forvitnilegt að sjá hversu margir mæta á svæðið.

Myndin birtist í hópnum Ferðagrúppa fyrir stuðningsfólk landsliðsins. Sá sem setur hana inn segir einfaldlega: „Ég myndi truflast við að sjá svona orðsendingu í stigaganginum.“ Annar bendir á að þetta jaðri hreinlega við ofbeldi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu