fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019
433Sport

Kjartan Atli gefur þjóðinni frábært ráð: „Við þurfum að hætta að svara þessu röfli“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. júní 2018 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson hefur blandað sér í umræðuna um víkingamyndina alræmdu af íslenska landsliðinu í fótbolta. Kjartan hvetur þjóðina til að hætta að hlusta á þetta röfl sem stundum einkennir umræðuna í þjóðfélaginu okkar.

Myndin sem um ræðir vakti talsverða athygli á dögunum en á henni má sjá íslensku strákana augljóslega í miklum baráttuhug og er Moskva í bakgrunni. Fyrsti leikur Íslands í lokakeppni HM fer einmitt fram í Moskvu á laugardag þar sem andstæðingurinn er Argentína.

Áttu ekki að vera árásargjarnir

Kjartan Atli, sem er annar stjórnenda Brennslunnar á FM957, deilir á Facebook-síðu sinni frétt Nútímans í gær þar sem rætt er við Jón Pál Halldórsson, listamanninn sem teiknaði myndina. Í viðtalinu segir hann að tilgangurinn hafi aldrei verið að láta landsliðsmennina líta út fyrir að vera árásargjarna.

„Við enduðum með þessa pælingu að hafa þá sem víkinga en þeir áttu ekkert að vera árásargjarnir eða ofbeldisfullir. Þetta átti frekar að vera þannig að það væri eins og þeir væru búnir að leggja mikið á sig,“ segir Jón Páll í viðtalinu og bætir við:

„Þeir eru bara tilbúnir í slaginn. Við vissum alveg að myndin gæti orðið oftúlkuð eins og raunin var en þess vegna vorum við vísvitandi með engin vopn á henni eða neina aðra vísin í ofbeldi. Hún átti frekar að tákna leikinn eins og hann er á vellinum, leikmenn sem eru í vörn og sókn og svona.“

„Ættu að skammast sín“

Sitt sýndist hverjum um myndina og meðal þeirra sem hvað harðast gekk fram í gagnrýninni var Illugi Jökulsson.

„Ísland kemur á HM sem sá allra, allra minnsti bróðir sem þar hefur komist í dyrastafinn og svona „víkingagorgeir“ og svona ofbeldisfantasíur eru alveg langt fyrir neðan allar hellur. Órarnir um að „brenna Moskvu“ eru bara takk fyrir vandræðalegir og höfundar þess arna ættu að skammast sín,“ sagði Illugi um málið.

Vill leyfa fólki að tuða úti í horni

Kjartan Atli virðist vera kominn með leið á gagnrýni sem þessari og segir á Facebook-síðu sinni í morgun:

„Ég held að við sem þjóð þurfum að fara að hætta að hlusta á þetta lið sem nennir að röfla yfir öllu sem gert er. Þetta er flott mynd og það er ekkert að því að íslensku landsliðin séu tengd við víkinga. Við þurfum að hætta að svara þessu röfli og leyfa fólki að tuða úti í sínu horni og hlusta bara á bergmálið í sjálfu sér.“

Pólitísk rétthugsun sem gengur út í öfgar

Nokkrir taka undir þessa gagnrýni Kjartans Atla og meðal þeirra má nefna Þorbjörn Þórðarson, fréttamann á Stöð 2. Hann segir:

„Þetta er pólitísk rétthugsun sem hefur gengið út í öfgar. Við eigum ekki að vera feimin við fortíðina og söguna. Þetta er list og hún á að njóta sín sem slík. Viðkvæmni í opinberri umræðu gagnvart texta, myndum og bara öllu öðru er orðin gjörsamlega yfirgengileg og óþolandi. Þessi pólitíska rétthugsun og viðkvæmni er að drepa niður tjáningu og listrænan þrótt fólks. Síðan langar mig að vita, hvaða einstaklingar eru þetta sem ryðjast út á ritvöll samfélagsmiðlanna til að kvarta yfir þessu? Eru þetta einstaklingar sem eru að gera eitthvað merkilegt við líf sitt? Ég leyfi mér að efast um það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er mark ársins á Englandi: Gerist ekki mikið erfiðara

Þetta er mark ársins á Englandi: Gerist ekki mikið erfiðara
433Sport
Í gær

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ
433Sport
Í gær

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær hann 4 milljarða króna launahækkun í nýjum samingi?

Fær hann 4 milljarða króna launahækkun í nýjum samingi?