fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433

Varnarmaður Liverpool skýtur föstum skotum að United og Jose Mourinho

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. mars 2018 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tekur á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun klukkan 12:30.

United situr sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 62 stig á meðan Liverpool er í þriðja sætinu með 60 stig og því ljóst að það er mikið undir á morgun.

Síðast þegar að liðin mættust á Anfield lauk leiknum með markalausu jafntefli en Jose Mourinho stillti upp afar varnarsinnuðu liði í leiknum og varðist mjög aftarlega á vellinum.

Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool segir hins vegar að hann sé ekki að mæta á Old Trafford til þess að verjast aftarlega heldur vilji Liverpool fá öll þrjú stigin í leiknum.

„Þegar að þeir mættu hérna síðast þá vörðust þeir aftarlega,“ sagði Lovren.

„Þetta snýst kannski um stigið hjá þeim en ekki hjá okkur, við spilum aldrei upp á stigið.“

„Við munum mæta og gera allt sem við getum til þess að vinna leikinn,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“