fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433

Matic útskýrir af hverju það getur verið erfitt að vinna með Mourinho

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. mars 2018 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemanja Matic, miðjumaður Manchester United viðurkennir að það geti verið mjög erfitt að vinna með Jose Mourinho, stjóra liðsins.

Portúgalinn hefur verið ansi duglegur að gagnrýna leikmenn sína að undanförnu en United féll úr leik í Meistaradeildinni á dögunum eftir tap gegn Sevilla.

Matic hefur hins vegar verið frábær í liði United á leiktíðinni og hefur Mourinho hrósað honum mikið en hann hefur að sama skapi gagnrýnt aðra leikmenn liðsins.

„Það getur verið erfitt að vinna með honum því hann vill alltaf meira frá þér,“ sagði Matic.

„Jafnvel þótt þú vinnir ensku úrvalsdeildina þá vill hann vinna hana aftur á næstu leiktíð. Svona stjóri er hann og menn þurfa að taka honum eins og hann er.“

„Hann er sérstakur á þann hátt að hann vill bara vinna. Þegar að við töpum þá verður hann mjög reiður. Það er líklega ástæðan fyrir því að hann hefur unnið hátt í tuttugu titla á ferlinum,“ sagði Matic að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spilaði lengi með einum besta framherja heims – Bjóst ekki við að hann myndi ná svona langt

Spilaði lengi með einum besta framherja heims – Bjóst ekki við að hann myndi ná svona langt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hafa ekki heyrt í honum í fimm daga: Sást síðast á lestarstöð – Biðja almenning um hjálp

Hafa ekki heyrt í honum í fimm daga: Sást síðast á lestarstöð – Biðja almenning um hjálp
433Sport
Í gær

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum
433
Í gær

Allt jafnt í hálfleik hjá Barcelona og Inter

Allt jafnt í hálfleik hjá Barcelona og Inter
433Sport
Í gær

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“