fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433

Ótrúlegur knattspyrnuleikur á Anfield – Kane bjargaði stigi

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 4. febrúar 2018 18:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart barist í fjörugum leik þegar Tottenham heimsótti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni

Mohamed Salah skoraði eina mark fyrri hálfleik á þriðju mínútu leiksins en boltinn hrökk þá inn fyrir vörn Tottenham.

Salah var afar rólegur í færi sínu og skoraði sitt tuttugasta mark í ensku úrvalsdeildinni. Magnað fyrsta tímabil fyrir sóknarmanninn knáa frá Egyptalandi.

Tottenham sótti talsvert í síðari hálfleik og Liverpool nýtti sér skyndisóknir.

Victor Wanyama jafnaði svo leikinn þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Miðjumaðurinn frá Kenýa hafði komið inn sem varamaður og fékk boltann fyrir utan teig. Hann hamraði honum í fyrstu snertingu og boltinn fór í netið. Frábært mark

Það var svo á 85 mínútu sem Tottenham fékk umdeilda vítaspyrnu, Harry Kane fór á punktinn en Loris Karius varði frá framherjanum knáa. Karius átti öflugan dag í marki Liverpool.

Magnaður, Salah hélt svo að hann hefði tryggt Liverpool sigur með rosalegu einstaklings framtaki undir lok leiksins. Salah lék sér að varnarmönnum Spurs og skoraði.

Virgil van Dijk fékk svo dæmda á sig vítaspyrnu skömmu síðar og aftur fór Kane á punktinn,  hann skoraði þá örugglega og tryggði Spurs stig. Ótrúlegur leikur.

Liverpool er með 51 stig í þriðja sæti deildarinnar en Tottenham er með tveimur stigum minna í fimmta sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“