fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Gísli Eyjólfsson til Mjallby

Victor Pálsson
Föstudaginn 7. desember 2018 23:34

Finnur í leik með KR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Gísli Eyjólfsson hefur gert samning við sænska liðið Mjallby en þetta staðfesti Breiðablik í kvöld.

Gísli gengur í raðir Mjallby þann 1. janúar næstkomandi en hann gerir eins árs langan lánssamning við félagið.

Mjallby leikur í næst efstu deild í Svíþjóð en þjálfari liðsins er Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Blika.

Gísli var frábær fyrir lið Blika í sumar og er af mörgum talinn einn öflugasti leikmaður Pepsi-deildarinnar.

Tilkynning Breiðabliks:

Miðjumaðurinn snjalli Gísli Eyjólfsson hefur verið lánaður til sænska 1. deildarliðsins Mjallby AIF.

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2019 og til loka ársins. Mjallby hefur síðan forkaupsrétt að Gísla að loknu lánstímabilinu.

Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita þá er þjálfari sænska liðsins góðkunningi okkar Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Blikaliðsins. Milos þjálfaði okkur hluta sumarsins 2017 og veit því allt um hæfileika Gísla á knattspyrnuvellinum. Milos sagði meðal annars í viðtali við fotbolta.net árið 2017 að hann hefði mikla trú á því að Gísli gæti náð langt. Meira>

Gísli sem er 24 ára gamall hefur verið einn besti leikmaður Pepsí-deildarinnar undanfarin ár. Hann byrjaði 2018 tímabilið af miklum krafti og var “Gísli var allt í öllu í liði Breiðabliks” eins og blaðamaður orðaði það. Í lesendakosningu Pepsímarkanna á Vísi var Gísli í efsta sæti í vali um besta leikmanninn í Pepsi karla í apríl-maí 2018. Meira>

Leikmaðurinn á að baki 103 mótsleiki með Blikaliðinu og hefur skorað 24 mörk í þeim leikjum. Einnig hefur Gísli spilað á lánssamningi hjá Víkingi Ó, Haukum og Augnablik.

Það verður spennandi að sjá hvernig Gísli stendur sig í Svíþjóð. Við Blikar sjáum auðvitað eftir leikmanninum en skiljum mjög vel að hann viljið spreyta sig á erlendri grundu. Heija Gísli!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær