fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
433Sport

Gísli Eyjólfsson til Mjallby

Victor Pálsson
Föstudaginn 7. desember 2018 23:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Gísli Eyjólfsson hefur gert samning við sænska liðið Mjallby en þetta staðfesti Breiðablik í kvöld.

Gísli gengur í raðir Mjallby þann 1. janúar næstkomandi en hann gerir eins árs langan lánssamning við félagið.

Mjallby leikur í næst efstu deild í Svíþjóð en þjálfari liðsins er Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Blika.

Gísli var frábær fyrir lið Blika í sumar og er af mörgum talinn einn öflugasti leikmaður Pepsi-deildarinnar.

Tilkynning Breiðabliks:

Miðjumaðurinn snjalli Gísli Eyjólfsson hefur verið lánaður til sænska 1. deildarliðsins Mjallby AIF.

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2019 og til loka ársins. Mjallby hefur síðan forkaupsrétt að Gísla að loknu lánstímabilinu.

Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita þá er þjálfari sænska liðsins góðkunningi okkar Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Blikaliðsins. Milos þjálfaði okkur hluta sumarsins 2017 og veit því allt um hæfileika Gísla á knattspyrnuvellinum. Milos sagði meðal annars í viðtali við fotbolta.net árið 2017 að hann hefði mikla trú á því að Gísli gæti náð langt. Meira>

Gísli sem er 24 ára gamall hefur verið einn besti leikmaður Pepsí-deildarinnar undanfarin ár. Hann byrjaði 2018 tímabilið af miklum krafti og var “Gísli var allt í öllu í liði Breiðabliks” eins og blaðamaður orðaði það. Í lesendakosningu Pepsímarkanna á Vísi var Gísli í efsta sæti í vali um besta leikmanninn í Pepsi karla í apríl-maí 2018. Meira>

Leikmaðurinn á að baki 103 mótsleiki með Blikaliðinu og hefur skorað 24 mörk í þeim leikjum. Einnig hefur Gísli spilað á lánssamningi hjá Víkingi Ó, Haukum og Augnablik.

Það verður spennandi að sjá hvernig Gísli stendur sig í Svíþjóð. Við Blikar sjáum auðvitað eftir leikmanninum en skiljum mjög vel að hann viljið spreyta sig á erlendri grundu. Heija Gísli!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kjartan Henry tjáir sig um fagn Viðars: ,,Smá banter og allt fer á hliðina“

Kjartan Henry tjáir sig um fagn Viðars: ,,Smá banter og allt fer á hliðina“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni vill sjá þetta gerast í seinni hálfleik: ,,Þeir geta ekki neitt, verum alveg hreinskilnir þeir geta ekkert“

Bjarni vill sjá þetta gerast í seinni hálfleik: ,,Þeir geta ekki neitt, verum alveg hreinskilnir þeir geta ekkert“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sló í gegn í Ófærð: Byggður upp með hörku í fótbolta -,,Hefur leyfi til að öskra á mann og niðurlægja“

Sló í gegn í Ófærð: Byggður upp með hörku í fótbolta -,,Hefur leyfi til að öskra á mann og niðurlægja“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna
433Sport
Í gær

Alfreð er stríðsmaður: Gerði allt til þess að fara í landsliðið – ,,Þetta var slagur”

Alfreð er stríðsmaður: Gerði allt til þess að fara í landsliðið – ,,Þetta var slagur”
433Sport
Í gær

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“