fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433

Mourinho er enn á æfingasvæði United: Kveður og tekur saman dótið sitt

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur staðfest að búið sé að reka Jose Mourinho frá félaginu.

Mourinho er rekinn frá United eftir slæmt tap gegn Liverpool á sunnudag, stjórn United hefur fengið nóg. Mourinho er á sínu þriðja tímabili með félagið en gengi liðsins í ár hefur verið slakt. United er langt frá toppliðum deildarinnar en Mourinho vann þrjá titla á fyrstu leiktíð sinni, síðan þá hefur hallað undan fæti.

Mourinno mætti á æfingasvæði félagsins klukkan 9:02 í morgun, hann var eins og alltaf keyrður á svæðið á glæsilegum Jaguar bíl. 44 mínútum síðar var hann búinn að funda með Ed Woodward, stjórnarformanni félagsins sem rak hann úr starfi.

Enskir miðlar segja frá því að 90 prósent af leikmönnum United fagni þessum tíðindum, þeir hafi viljað að stjórinn yrði rekinn úr starfi.

Nú þremur tímum eftir að Mourinho var rekinn er hann ennþá á æfingasvæði félagsins, þar kveður hann leikmenn og starfsmenn félagsins. Þá er hann að hreinsa skrifborðið sitt og dótið sitt.

Hann mun svo fara á Lowry hótelið þar sem hann hefur búið, þar tekur hann saman dótið sitt og heldur síðan til London þar sem fjölskylda hans býr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fréttin um Jesus var falsfrétt

Fréttin um Jesus var falsfrétt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag greinir frá því hvaða framherja hann vildi kaupa síðasta sumar – Örugg 30 mörk

Ten Hag greinir frá því hvaða framherja hann vildi kaupa síðasta sumar – Örugg 30 mörk
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sakaði Patrik um leiðindaorku – „Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“

Sakaði Patrik um leiðindaorku – „Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“
433Sport
Í gær

Dregið í bikarnum á morgun og nú eru Bestu deildarliðin í pottinum

Dregið í bikarnum á morgun og nú eru Bestu deildarliðin í pottinum