fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Blaðamaður Morgunblaðsins skilur ekki hvaða hugsun býr að baki hjá KSÍ: ,,Innan KSÍ eru kóngarnir og drottningarnar“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 15. desember 2018 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Jónsson, blaðamaður Morgunblaðsins skilur ekki á hvaða vegferð Knattspyrnusamband Íslands er þegar það er að reyna að sækja sér fé í Afrekssjóði ÍSÍ. Úthlutað var úr sjóðnum í vikunni en KSÍ fékk ekki krónu.

KSÍ er lang stærsta sérsambandið innan ÍSÍ og hefur sambandið verið rekið með miklum hagnaði síðustu ár, stærsta ástæðan þar er magnaður árangur hjá karlalandsliði Íslands. Afrekssjóður ÍSÍ útdeilir 350 milljónum króna til sérsambanda vegna ársins 2018 en KSÍ fær að mati ÍSÍ of háa styrki á öðrum stöðum til að réttlæta það að fá úr þessu.

Kristjáni blöskrar að KSÍ sjái ekki í hvaða stöðu sambandið er miðað við önnur sérsambönd sem berjast í bökkunum.

,,Ekki kom það mér á óvart að KSÍ skyldi ekki fá úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ. Þegar sjóðurinn stækkaði, vegna ákvörðunar þarsíðustu ríkisstjórnar, var sett á laggirnar nefnd undir forystu Stefáns Konráðssonar. Mótaði hún hugmyndir um hvernig heppilegt væri að standa að úthlutun úr sjóðnum og skilaði af sér ágætri skýrslu. Ég man ekki betur en þar hafi verið lögð áhersla á að sérsambönd sem eru sjálfbær fái ekki úthlutun úr sjóðnum. Var KSÍ þar nefnt en einnig voru GSÍ og ÍF nefnd sem sambönd sem væru nærri því að verða sjálfbær,“ skrifar Kristján í bakverði blaðsins í dag.

,,Persónulega skil ég ekki almennilega hvaða hugsun býr að baki því hjá forystufólki okkar í knattspyrnuhreyfingunni að sækja um almannafé þegar ársreikningur sýnir handbært fé á milli 600 og 700 milljónir. Mér þykir rökstuðningur um að ákveðin verkefni séu ekki sjálfbær vera léttvægur.“

,,Ég trúi því varla að stjórnarfólk í KSÍ hafi fjarlægst grasrótina í íslensku íþróttalífi svo heiftarlega að þau komi ekki auga á þetta. Innan KSÍ eru kóngarnir og drottningarnar í íþróttahreyfingunni og þurfa ekki að hafa þær áhyggjur sem aðrir hafa í hreyfingunni. Farsælt kóngafólk ríkir með þeim hætti að stíll sé yfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Í gær

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Í gær

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“