fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Heimir missti af spennandi verkefni: ,,Smá svekkelsi að missa það starf“

Victor Pálsson
Mánudaginn 10. desember 2018 18:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson var í dag ráðinn þjálfari Al-Arabi í Katar og gerir þriggja ára samning við félagið.

Heimir er að hefja störf á ný eftir gott frí en hann þjálfaði síðast íslenska karlalandsliðið og náði frábærum árangri.

Heimir ræddi við RÚV um ákvörðun sína að fara til Katar en brot af viðtalinu var spilað á Rás 2 í dag.

Heimir segir að það hafi alltaf verið planið að taka við félagsliði en hann mikið fá tækifæri hjá Vancouver Whitecaps í MLS deildinni. Það gekk hins vegar ekki upp.

„Það var eins og ég sagði þegar ég hætti með íslenska landsliðið að það var ósk mín að þjálfa félagslið, helst í enskumælandi landi og þetta starf tikkar í bæði þessi box. Siggi Dúlla sagði að ég myndi fara þangað sem væri heitt og þetta tikkar í það líka,“ sagði Heimir.

„Það var Vancouver sem var ég var mest svekktur við að missa af. Þetta var skemmtilegt verkefni, að byggja upp nýtt lið í MLS-deildinni.“

,,Ég og Íris, konan mín, kunnum vel við borgina svo það var smá svekkelsi að missa það starf.“

„Svo dettur þetta inn í staðinn. Hérna er geggjað umhverfi, sterkur klúbbur og fólk sem hefur mikinn metnað að rífa hann upp og tilbúið að gera mikið til að rífa hann upp. Það er gaman að fá að taka þátt í svona metnaðarfullu verkefni.“

Eins og flestir vita fá leikmenn og þjálfarar vel borgað í Katar en Heimir vildi ekki fara of mikið út í þau mál.

„Ég ætla ekkert að tala í kringum það. Auðvitað skiptir máli hvernig þú færð borgað fyrir starf þegar þú ert að binda þig hérna í þrjú ár. Það var hins vegar ekki það sem réði úrslitum.“

„Það voru aðstaðan og þau tækifæri hér sem eru að bæta okkur, þroskast og læra. Það hreif mig og fjölskylduna að koma hingað og sjá þær aðstæður sem við eigum eftir að vinna við næstu þrjú árin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var nær dauða en lífi í spinning-tíma – Þakkar fólkinu sem brást hratt við

Var nær dauða en lífi í spinning-tíma – Þakkar fólkinu sem brást hratt við