fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433

Gylfi klikkaði á víti í ótrúlegum leik – Jöfnunarmark á 95. mínútu

Victor Pálsson
Mánudaginn 10. desember 2018 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton 2-2 Watford
1-0 Richarlison(15′)
1-1 Seamus Coleman(sjálfsmark, 63′)
1-2 Abdoulaye Doucoure(65′)
2-2 Lucas Digne(95′)

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton í kvöld er liðið mætti Watford í ensku úrvalsdeildinni.

Það var boðið upp á mjög fjörugan leik á Goodison Park en Everton komst yfir í fyrri hálfleik með marki Richarlison.

Watford jafnaði svo snemma í síðari hálfleik er Seamus Coleman varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Stuttu síðar var staðan orðin 2-1 er Abdoulaye Doucoure skallaði knöttinn í netið fyrir gestina sem komust yfir.

Gylfi fékk svo kjörið tækifæri til að jafna metin fyrir Everton strax eftir mark Watford. Everton fékk þá vítaspyrnu og steig Gylfi á punktinn.

Íslenski landsliðsmaðurinn er yfirleitt öruggur á punktinum en Ben Foster varði frá honum í þetta skiptið.

Það var útlit fyrir að Watford myndi taka öll þrjú stigin, alveg þar til á 95. mínútu leiksins.

Lucas Digne skoraði þá frábært jöfnunarmark fyrir Everton beint úr aukaspyrnu og lokastaðan 2-2 í mögnuðum leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum