fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Ársmiðasala fyrir undankeppni EM 2020 hefst á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. desember 2018 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala ársmiða á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2020 hefst þriðjudaginn 11. desember á Tix.is. Leikirnir fara allir fram innan ársins 2019.

Áskrift að hverju augnabliki strákanna okkar á Laugardalsvelli 2019

Íslendingar gleyma líklegast aldrei EM-ævintýri karlalandsliðsins í Frakklandi 2016 eða þátttöku þeirra á HM sl. sumar. Nú þurfum við öll að hjálpast að við að endurtaka leikinn og koma strákunum okkar á EM 2020.

KSÍ býður til sölu ársmiða á alla fimm heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2020, sem fara fram á Laugardalsvelli frá júní fram í október 2019. Ársmiðahafar fá kort með nafninu sínu og upplýsingum um sæti. Kortið verður strikamerkt og gildir sem aðgöngumiði á alla leikina.

Ársmiðarnir verða afhentir (eða sendir í pósti) í gjafaöskju með óvæntum glaðningi. Tilvalin jólagjöf fyrir allt knattspyrnuáhugafólk!

Auk þess að tryggja ársmiðahafa sæti á öllum heimaleikjum Íslands í undankeppni EM 2020 fá korthafar aðgang að opinni æfingu liðsins á árinu 2019. Errea veitir ársmiðahöfum 15% afslátt af landsliðsvörum. Þá geta heppnir ársmiðkaupendur átt von á að vinna baksviðspassa Vodafone á heimaleikjum.

Hægt er að kaupa 4 ársmiða í hverri pöntun og í boði eru sæti í öllum verðsvæðum. Með því að kaupa ársmiða færðu 20% afslátt af almennu miðaverði

Athugið að takmarkaður fjöldi sæta er í boði í ársmiðasölu.
Auk þessa er veittur 50% afsláttur fyrir börn (16 ára og yngri).

Í kaupferlinu er gert ráð fyrir að valin séu sæti sem ársmiðahafi fær á öllum leikjum undankeppninnar. Þurfa kaupendur að skrá nöfn allra ársmiðahafa en nöfnin munu koma fram á korti hvers og eins.

Eingöngu er um að ræða ársmiðasölu að þessu sinni. Sala á staka leiki verður auglýst síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland