fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433

Fylkisvöllur fær nýtt heiti – Samningur við Würth

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 17:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var skrifað undir samstarfssamning á milli Knattspyrnudeildar Fylkis og Würth á Íslandi ehf. Samningurinn er til tveggja ára og mun heimavöllur Fylkis bera nafnið Würth völlurinn ásamt því að merki Würth verði á keppnistreyjum meistaraflokka Fylkis, bæði hjá körlum og konum

Würth varð árið 2017 einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Fylkis og er með merki sitt framan á búningum hjá meistaraflokkum félagsins. Nú hafa Würth og Fylkir ákveðið að efla samstarfið enn frekar.

,,Þetta eru frábærar fréttir fyrir Fylki enda hefur samstarfið við Würth verið frábært. Við erum ánægð að tengja okkur við fyrirtæki eins og Würth, öflugt alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur metnað til að standa sig vel og er keyrt áfram af góðri liðsheild. Okkur hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Würth. „segir Hafsteinn Steinsson verkefnastjóri hjá Fylki.

,,Würth á Íslandi ehf, tók þá stefnu fyrir tveimur árum að styrkja það íþróttafélag sem er í nágrenni við höfuðstöðvar þess sem er Fylkir og hefur gert það mjög myndarlega. Würth óskar bæði knattspyrnu konum og körlum Fylkis velfarnaðar á næstu árum. Áfram Fylkir. “ segir Haraldur Leifsson framkvæmdarstjóri Würth á Íslandi

Um Würth á Íslandi ehf.

Würth á Íslandi var stofnað árið 1988. Würth samsteypan samanstendur af rúmlega 400 fyrirtækjum í 80 löndum með ríflega 77 þúsund starfsmenn. Würth á Íslandi ehf. einbeitti sér fyrst að þjónustu við bifreiðaverkstæði, en síðan við tré og málmiðnaðinn ásamt þjónustu við almennan iðnað. Af 38 starfsmönnum eru 20 sölumönnum ásamt útibúum í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. Würth einnig með eigin útkeyrslu frá Norðlingaholti og þjónustar viðskiptavini sína með velþjálfuðu starfsfólki. Heimsóknir sölumanna eru skipulagðar með vikulegu og eða mánaðarlegu millibili um allt land. Sölumenn undirbúum hverja heimsókn með tilliti til helstu söluvara ásamt kynningu á vöruhópum eins og efnavöru, slípi- og skurðarverkfærum, persónuhlífum, rafmagnsvörum, festingum eða verkfærum. Í hverri heimsókn einbeitir sölumenn Würth sér að heildarlausn fyrir hvern vöruhóp, auk þess að fara yfir helstu söluvörur. Würth á Íslandi ehf er með u.þ.b 10.000 af helstu vörunúmerum á lager sem eru seld hjá Würth fyrirtækjunum. Til að nálgast viðskiptavini sýna sem best vinnur Würth undir merkjum þess að “Fagfólk velur Würth” með einstakri þjónustu og faglegum lausnum í hverjum vöruhóp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Age Hareide er látinn

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt
433Sport
Í gær

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“
433Sport
Í gær

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu