fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |
433Sport

Gylfi orðinn þreyttur á að ræða það sama: ,,Ég vildi að ég væri að gera eitthvað allt annað“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er besti knattspyrnumaður Íslands í dag, það geta flestir verið sammála um.

Gylfi er sá maður sem fjölmiðlar vilja ræða við hvað mest eftir leiki íslenska karlalandsliðsins og þarf oft að sitja fyrir svörum.

Okkar maður viðurkennir það þó að honum leiðist þau viðtöl og það að svara sömu spurningunum trekk í trekk.

Gylfi var í einkaviðtali við 433.is á dögunum og hafði þetta að segja.

„Ef ég á að segja alveg eins og er, þá finnst mér leiðinlegt í viðtölum. Skemmtilegast er að fara í viðtöl þegar ekki er verið að tala um fótbolta, heldur eitthvað allt annað,“ sagði Gylfi.

,,Þá þessi hefðbundnu viðtöl; hvernig mér hafi fundist leikurinn vera og hvernig stemmingin sé í hópnum. Ég vildi að ég væri að gera eitthvað allt annað.“

,,Ég þarf að mæta í flest viðtöl og reyna að gefa eitthvað af mér. Þegar maður er alltaf í þessum viðtölum þá verða svörin bara æfð. Maður fer bara í frasa sem maður man eftir.“

,,Ég veit ekki hvað ég hef fengið sömu spurninguna oft og þá er ég með svar á takteinum. Mér finnst skemmtilegt að fara í viðtöl sem eru bara um allt annað en fótbolta.“

,,Maður nennir ekki veseni og passar sig að segja ekki eitthvað sem gæti vakið hörð viðbrögð, sem einhverjir hafa eitthvað á móti. Mér var kennt í Reading að tala og viðtalstækni, að passa sig á hinu og þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aubameyang fór beint á djammið eftir svekkjandi jafntefli

Aubameyang fór beint á djammið eftir svekkjandi jafntefli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta þénar De Gea sem er sá launahæsti í sögunni: 8,2 milljónir á dag

Þetta þénar De Gea sem er sá launahæsti í sögunni: 8,2 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo tjáir sig í fyrsta sinn eftir að hafa verið ásakaður um hrottalega nauðgun: „Þér líður svo illa“

Ronaldo tjáir sig í fyrsta sinn eftir að hafa verið ásakaður um hrottalega nauðgun: „Þér líður svo illa“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu þrennu Zlatan í nótt: ,,Ég er sá besti í deildinni“

Sjáðu þrennu Zlatan í nótt: ,,Ég er sá besti í deildinni“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verður KR Íslandsmeistari á Hlíðarenda í kvöld?

Verður KR Íslandsmeistari á Hlíðarenda í kvöld?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margar stjörnur í Pepsi Max-deildinni geta farið frítt: Sjáðu listann í heild

Margar stjörnur í Pepsi Max-deildinni geta farið frítt: Sjáðu listann í heild
433Sport
Í gær

Ótrúlegur sigur á meisturunum – Sex milljónir gegn 400

Ótrúlegur sigur á meisturunum – Sex milljónir gegn 400
433Sport
Í gær

Fóru að hágráta þegar hann var látinn fara: ,,Við vissum að eitthvað væri að“

Fóru að hágráta þegar hann var látinn fara: ,,Við vissum að eitthvað væri að“