fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

,,Bara því ég heiti Ibrahimovic?“ – Sjáðu magnað viðtal við Zlatan með með mikilvægum skilaboðum

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic er einstakur karakter en hann hefur átt ótrúlega glæstan feril sem knattspyrnumaður.

Zlatan er uppalinn í Svíþjóð af föður sínum Sefik Ibrahimovic sem kemur frá Bosníu. Móðir hans er frá Króatíu.

Zlatan er einn allra besti leikmaður í sögu sænska landsliðsins en hann hóf ferilinn hjá Malmö FF.

Það er magnað að heyra Zlatan fara yfir ferilinn og það sem hann þurfti að ganga í gegnum með eftirnafnið ‘Ibrahimovic’.

Viðtalið var tekið fyrir nokkru síðan en það er við hæfi að birta það. Enginn annar Svíi hefur þurft að ganga í gegnum það sem Zlatan þurfti að þola, að eigin sögn.

,,Tækifærin sem Andersson, Svensson og þeir fá, Ibrahimovic fær ekki sömu tækifærin eða hver sem er með svipaðan bakgrunn,“ sagði Zlatan.

,,Ég hef gripi[ þessi tækifæri sjálfur, það hefur enginn gefið mér neitt. Að komast í byrjunarlið Malmö? Ómögulegt.“

,,Við vorum með Osmanovski en hann spilaði bara því hann var landsliðsmaður, fyrir utan það var það ekki möguleiki.“

,,Ef ég hefði borið venjulegt sænsk eftirnafn þá trúi ég því að sú persóna hefði verið vernduð, í heimalandinu og annars staðar.“

,,Enginn annar leikmaður hefur þurft að ganga í gegnum það sama og ég, með fullri virðingu fyrir sænskum leikmönnum.“

,,Ég kom landinu á kortið þegar kemur að fótbolta. Ég hef borið sænska fánann út um allan heim. Ég hef alltaf spilað fyrir hönd þjóðarinnar, hvar sem ég spila.“

,,Hver annar hefur gert það? Af hverju sjá þau mig ekki bera fánann? Bara því ég heiti Ibrahimovic?“

Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“