fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

Gylfi tók athyglisvert skref aðeins 20 ára gamall – ,,Allt lokað á sunnudögum í litlum bæ út í sveit“

Victor Pálsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið víða við á ferlinum en hann leikur eins og allir vita með Everton í dag.

Árið 2010 tók 20 ára gamall Gylfi athyglisvert skref til Þýskalands en hann samdi þá við lið Hoffenheim þar í landi eftir dvöl hjá Reading.

Gylfi hafði verið hjá Reading frá árinu 2005 en fór svo óvænt til Þýskalands í tvö ár og skoraði níu mörk í 36 deildarleikjum.

Gylfi ræddi við 433.is og fór aðeins yfir tíma sinn í Þýskalandi en hann samdi svo við Swansea undir stjórn Brendan Rodgers á láni.

,,Hoffenheim var allt öðruvísi. Ég var búinn að vera í Reading í 5-6 ár og þekkti allt og alla, rosalega þægilegt og það var fínt fyrir mig sem persónu og leikmann að skipta um og ég þurfti að læra nýtt tungumál, Þjóðverjinn er allt öðruvísi en Englendingurinn,“ sagði Gylfi.

,,Mér líkaði mjög vel við fótboltann þarna, vellina, æfingarnar og allt. Eftir fyrsta tímabilið þar sem gekk vel, ég spilaði ekki eins vel og ég vildi en svo var ég meiddur í 2 mánuði í byrjun næsta tímabils.“

,,Ég fer svo í vetrarfrí og fæ hringingu frá Brendan sem spyr hvort ég vilji ekki koma til hans og spila í úrvalsdeildinni, það var ekki annað í boði en að segja já.“

,,Að búa í Þýskalandi var allt öðruvísi. Það var allt lokað á sunnudögum, þetta var miklu minna, þetta var lítill bær út í sveit svo það var ekki mikið að gera en mér líður frábærlega á Englandi og konunni líka – Ég held að ég sé ekki að fara héðan bráðlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“