fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Heimir nefnir sætasta titil ferilsins – Þetta skipti öllu máli

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er þjálfari HB í Færeyjum, Heimir Guðjónsson sem var lengi þjálfari FH hér heima.

Heimir fjallaði um sinn sætasta titil sem þjálfari FH og nefnir hann Íslandsmeistaratitilinn sem vannst árið 2008.

Það var fyrsta ár Heimis sem þjálfari liðsins og viðurkennir hann það að mörg mistök hafi átt sér stað.

,,Sem þjálfari þá er það að sjálfsögðu 2008. Það var fyrsta árið mitt og við vorum átta stigum á eftir Keflavík,“ sagði Heimir.

,,Það voru þrír leikir eftir hjá FH og tveir hjá Keflavík. Að ná að vinna mótið var stórkostlegt og líka í ljósi þess á fyrsta ári og ég gerði fullt af mistökum. Ég vona að ég sé aðeins skárri í dag.“

,,Það var frábært að ná að klára þetta líka í ljósi þess að Keflavík spilaði við FH, 3-2 sigur og ég sá nú þegar Atli Viðar var að gera grín af Hólmari þegar Tryggvi var að djöflast í þeim!“

,,FH þurfti að spila í miðri viku líka, FH spilaði sunnudag, miðvikudag og laugardag og við endum á Fylki úti.“

,,Á meðan Keflavík spilaði sunnudag og svo laugardag. Það sýndi líka hvað það er mikilvægt eins og í gegnum árin með FH undir minni stjórn að vera í góðu standi.“

,,Það eykur líkurnar á því að vinna. Ég veit ekki hvernig önnur lið æfa en FH liðið undir minni stjórn æfði alltaf mjög vel var í góðu formi. Þú sérð það bara í fótboltanum í dag, hver er breytingin á fótboltanum síðustu 5-10 árin? Það er bara fitness level og leikmenn geta hlaupið meira og pressað lengur.“

Meira:
Heimir ræðir einn umdeildasta leik Íslandssögunnar
Heimir ræðir umdeildan brottrekstur – Ekki fæddur í gær
Er þetta stærsti galli Heimis Guðjónssonar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?
433Sport
Í gær

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
433Sport
Í gær

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt