fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Mögnuð endurkoma United tryggði sigur gegn Juventus – City með slátrun

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 21:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart tekist á þegar Juventus tók á móti Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

United byrjaði með ágætum en fljótlega fór Juventus að taka undirtökin, það var svo Cristiano Ronaldo sem kom Juventus yfir. Hann hamraði boltann í net United í síðari hálfleik.

Allt stefndi í sigur Juventus þegar hinn snjalli, Juan Mata skoraði beint úr aukaspyrnu. Hann hafði komið inn sem varamaður í leiknum.

Það var svo á 90 mínútu sem United tryggði sér sigur en það var sjálfsmark hjá Alex Sandro sem gerði það. United með sjö stig en Juventus með níu stig á toppnum. Bæði lið tryggja sig áfram í næstu umferð með sigri.

Manchester City vann sigur á Shaktar en úrslit í leik Lyon og Hoffenheim komu í veg fyrir að liðð færi áfram.

FC Bayern og Real Madrid unnu svo góða sigra og eru í góðri stöðu.

FC Bayern 2 – 0 AEK Aþena:
1-0 Robert Lewandowski
2-0 Robert Lewandowski

Benfica 1 – 1 Ajax:
1-0 Jonas
1-1 Dusan Tadic

Lyon 2 – 1 Hoffenheim:
1-0 Nabil Fekir
2-0 Tanguy Ndombélé
2-1 Andrej Kramarić

Manchester City 6 – 0 Shaktar Donetsk:
1-0 David Silva
2-0 Gabriel Jesus (Vítaspyrna)
3-0 Raheem Sterling
4-0 Gabriel Jesus (Vítaspyrna)
5-0 Riyad Mahrez
6-0 Gabriel Jesus

Viktoria Plzen 0 – 5 Real Madrid:
0-1 Karim Benzema
0-2 Casemiro
0-3 Gareth Bale
0-4 Karim Benzema
0-5 Toni Kroos

Juventus 1 – 2 Manchester United:
1-0 Cristiano Ronaldo
1-1 Juan Mata
1-2 Alex Sandro (Sjálfsmark)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar