fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Mun Geir Þorsteinsson reyna að fá starfið aftur? – ,,Guðni er ekkert búinn að gera þessi tvö ár“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögur eru farnar á kreik um að Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ íhugi að bjóða sig aftur fram í starfið á næsta ári.

Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ árið 2017 en í byrjun næsta árs verður aftur kosið um formann. Guðni mun sækjast eftir endurkjöri en líkur eru á að hann fái mótframboð.

Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ ræddi um málið í Fótbolta.net á X977 á laugardag. Þar var nafn Geirs nefnt til sögunnar.

,,Ég held að það séu ágætis líkur, hvað er hann að gera? Þetta er gæi sem vill hafa áhrif, hann vill hafa áhrif og er ungur að árum. Guðni hefur fengið sín tvö ár, það hafði enginn trú á því að Geir myndi vinna Guðna, svo hann steig til hliðar. Svo er Guðni bara ekkert búinn að gera þessa tvö ár,“ sagði Mikael Nikulásson um málið í Dr. Football í gær, hlaðvarpsþættinum vinsæla.

Hjörvar Hafliðason sem stýrir þættinum var ekki sammála. ,,Hvað áttu við að hann sé ekkert búinn að gera? Er ekki íslenskur fótbolti bara í frábærum málum?,“ spurði Hjörvar og Mikael var ekki lengi að svara.

,,Það er sennilega Geir að þakka að mestu leyti, yfirmaður knattspyrnumála og fleira. Það er lítið búið að gerast hjá Guðna.“

Kristján Óli Sigurðsson spurði þá hvað Guðni hefði gert fyrir litlu liðin í landinu, hann hefði lofað því. ,,Ekki neitt, það er ekkert búið að gerast,“ sagði Mikael.

,,Geir getur sagt núna, hann fékk tvö ár. Gerði hann eitthvað betur en ég? Ég ætla bara að prufa.“

,,Geir fannst þetta gaman og hann telur sig geta unnið þetta, af hverju á hann að hugsa um einhvern annan en sjálfan sig? Ég held að Geir eigi meiri möguleika á að vinna Guðna árið 2019 heldur en 2017. Djöfull væri gaman ef hann kæmi aftur.“

Hjörvar telur að formaður KSÍ þurfi meira en tvö ár til að berja sínum áherslum í gegn. ,,Ég held að það taki meira en tvö ár að máta sig við þetta, til að breyta hlutum.“

Umræðan er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði