fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Eiður tapaði öllum sínum peningum og faldi það fyrir konunni – „Þetta reyndi rosalega mikið á sambandið“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 18. október 2018 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Aron Sigurbjörnsson, leikmaður Vals í Pepsi-deild karla, opnaði sig í ítarlegu viðtali við RÚV í dag þar sem hann ræðir tíma sinn í atvinnumennsku.

Eiður hefur spilað með nokkrum liðum erlendis en hann samdi fyrst við Örebro árið 2011 og spilaði síðar fyrir Sandnes Ulf og Holstein Kiel.

Eiður glímdi við mikla spilafíkn er hann spilaði erlendis og eyddi flestum dögum í að spila póker á netinu.

,,Við félagarnir hittumst saman og spiluðum fyrir 500 kall en svo varð það meira og meira,“ sagði Eiður Aron.

,,Meiri peningur fór í þúsundkall og svo fimmhundruð kall en svo dó það út. Menn fluttu burt og annað. Maður vildi bara halda áfram en þekkti kannski ekki fólkið í það.“

,,Þá fór maður að leita í eitthvað á netinu bara. Þetta var þvílík spenna að byrja að spila og geta unnið smá pening.“

Fékk mikinn pening í Svíþjóð sem fór allur í spilin. Eiður segir að fíknin hafi tekið yfir hans líf:

,,Ég fer svo út 2011 og þá fékk ég mikinn pening fyrir að skrifa undir hjá liðinu mínu í Svíþjóð og ég vildi meira og meira og meira.“

,,Fíknin tók bara alveg yfir. Þetta byrjar á netinu og þá spilarðu fyrir 10 þúsund kall og tapar honum og þá viltu vinna hann til baka og spila fyrir 20 þúsund kall.“

,,Þú vilt alltaf vera í gróða en fyrir mitt leiti gekk það alls ekki upp. Manni leið alltaf ömurlega eftir á. Þegar þú varst búinn að spila þetta kvöld eða nótt þá hugsaðiru að þetta væri komið gott.“

,,Daginn eftir var sú tilfinning horfin og maður vildi aftur þessa spennu. Þegar ég var að spila var það eina sem skipti máli. Maður gleymdi öllu öðru.“

,,Ég fer út til að spila fótbolta en það eina sem ég geri úti er að spila póker og tapa hverjum einasta pening sem ég fékk á milli handanna.“

,,Þegar ég var úti í Þýskalandi, eftir að stelpurnar fóru heim þá ákváðum við það í sameiningu að ég myndi reyna að losna undan samningi á milli jóla og nýárs.“

,,Við ákváðum að þær yrðu eftir á Íslandi og að ég myndi reyna að losna. Það gekk ekki upp þannig ég var að eyða svona 8 tímum á dag í póker. Ég fór ekki út úr í húsi í Þýskalandi nema til að fara á æfingu og kaupa mat fyrir þann pening sem ég hafði á milli handanna.“

Bað liðsfélaga sína um lán og sagðist hafa týnt veskinu:

,,Líðan var ömurleg. Ég hætti að hugsa um sjálfan mig og hætti að kaupa almennilegan mat. Það var bara farið út í búð til að kaupa það ódýrasta svo ég ætti pening til að spila fyrir.“

,,Svo kláraðist hann og þá talaði maður við stráka í liðinu, maður sagði aldrei satt og sagði að maður hafði týnt veskinu eða að kortið finnst ekki. Hvort þeir gætu ekki reddað manni 300 evrum.“

,,Mér leið aldrei illa yfir þessu að biðja um þetta því löngunin var svo mikil að fara að spila. Svo þegar það tapaðist var tilfinningin ömurleg.“

,,Kærastan vissi að ég hefði spilað póker, ég spilaði aldrei póker með stelpurnar í kring. Þá var ég bara ánægður. Ég var kominn í peningaskuldir hjá banka og hjá strákum í liðinu.“

Guðný Ósk Ómarsdóttir er kærasta og barnsmóðir Eiðs. Hún segir að hann hafi verið góður að fela hlutina fyrir henni.

,,Hann spilaði aldrei póker í kringum mig en þegar við vorum búin að vera saman í 2-3 þá vaknaði ég á næturnar og Eiður var ekki í rúminu. Þá var hann að vakna á nóttunni til að spila póker,“
sagði Guðný.

Vissi sjálfur af fíkninni og vildi loks breyta til er hann sneri aftur heim.

,,Um leið og þær fara, ég keyri þær út á lestarstöð eða flugvöll og svo var bara brunað til baka og upp með tölvuna.“

,,Maður viðurkenndi aldrei fyrir sjálfum sér að þetta væri fíkn en ég vissi af þessari fíkn þarna úti en hundsaði það og sagðist ætla að gera eitthvað í því.“

,,Svo þegar ég kem heim þá langaði mig að breyta til og byrja að hugsa almennilega um mig. Ég á fjölskyldu og hún er í forgandi. Með þessu áframhaldi eins og þetta var úti þá værum við ekki saman í dag.“

,,Ég sneri heim vegna þunglyndis örugglega. Ég áttaði mig á þessu úti að þetta væri komið gott. Mig langaði að fara heim og hafa gaman að fótbolta og lífinu aftur.“

Viðtalið við Eið má heyra á vefsíðu RÚV með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Í gær

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Í gær

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“