fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Jóhann Berg og öryggisstjórinn gera grín að „slagsmálunum“ í gær – ,,Þetta hefði endað illa fyrir Frakkana, hefðir þú hleypt mèr í þá“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. október 2018 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland kastaði frá sér nánast unnum leik gegn heimsmeisturum Frakka í æfingaleik ytra í gær. Íslenska liðið var miklu sterkari aðili stærstan hluta leiksins en fékk á sig klaufaleg mörk undir lokin.

Birkir Bjarnason kom íslenska liðinu yfir eftir hálftíma leik með frábæru marki. Alfreð Finnbogason vann boltann af harðfylgni og kom honum á Birki sem afgreiddi færið vel. Íslenska liðið var loksins líkt því eins og við þekkjum það, það var svo eftir klukkutíma leik sem Kári Árnason kom Ísland í 0-2. Gylfi Þór Sigurðsson tók hornspynu sem Kár skallaði í slá og inn.

Frakkar löguðu stöðuna seint í leiknum þegar Hannes Þór varði skot Kylian Mbappe í Hólmar Örn og í netið. Frakkar jöfnuðu svo leikinn úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks, Kolbeinn Sigþórsson handlék knöttinn og Kylian Mbappe skoraði af öryggi.

Í uppbótartíma brutust svo út létt létt slagsmál þegar Rúnar Már Sigurjónsson bombaði niður Kylian Mbappe.

Paul Pogba varð reiður og Jóhann Berg Guðmundsson mætti að svara fyrir liðsfélaga sína, Víðir Reynisson, öryggistjóri KSÍ þurfti að draga hann af vettvangi.

Meira:
Sjáðu myndirnar: Slagsmál brutust út í leik Íslands og Frakklands – Jóhann Berg dreginn í burtu

Víðir og Jóhann gera grín að atvikinu á Twitter. ,,Bara annar dagur á skrifstofunni,“ skrifar Víðir á Twitter.

,,Þetta hefði endað illa fyrir Frakkana hefðiru hleypt mèr í þá,“ sagði Jóhann Léttur.

,,Já ég var að hugsa um þá greiin. Eiga erfiðan leik á mánudaginn, ekki gott nesti að lenda í þér…,“ svaraði Víðir að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“