fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433

Davíð Snorri Jónasson ráðinn þjálfari U17 karla

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur gengið frá tveggja ára samningi við Davíð Snorra Jónasson um þjálfun U17 karla. Davíð mun jafnframt sjá um þjálfun U16 karla og verður aðstoðarþjálfari U19 karla og hefur hann þegar hafið störf.

Davíð hefur unnið í kringum knattspyrnu lengi, þjálfað yngri flokka hjá Leikni Reykjavík og Stjörnunni ásamt því að vera þjálfari meistaraflokks karla hjá Leikni Reykjavík og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Stjörnunni.

,,Tilfinningin er mjög góð. Þetta er spennandi verkefni í krefjandi umhverfi sem ég hlakka til að takast á við,“ sagði Davíð Snorri í dag, en hann er spenntur að taka þátt í frekari uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu.

,,Uppbyggingin hefur verið mikil og við vekjum athygli alls staðar. Það er mikil vinna að baki og ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum til að halda því góða starfi sem hefur verið unnið í landsliðunum.“

Hann hefur þegar hafið störf hjá KSÍ og er um að ræða fullt starf sem er skiljanlega töluverð breyting frá því að þjálfa félagslið:

,,Ég mun geta einbeitt mér að fullu að knattspyrnuþjálfun sem hefur alltaf verið markmið hjá mér. Mesta breytingin er að fara af æfingavellinum alla daga og vinna með afmarkaðan hóp eins og maður gerir hjá félagsliði. Í starfi mínu sem landsliðsþjálfari mun ég vera í miklum samskiptum við félögin og fylgjast með þeim aldursflokkum sem tilheyra yngri landsliðunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“
433
Fyrir 15 klukkutímum

Markaveisla og dramatík í Kópavogi – Gylfi Þór er kominn á blað

Markaveisla og dramatík í Kópavogi – Gylfi Þór er kominn á blað
433
Fyrir 16 klukkutímum

Forest tapaði aftur stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti

Forest tapaði aftur stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Jorginho búinn að velja sér áfangastað

Allt klappað og klárt – Jorginho búinn að velja sér áfangastað
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru möguleikar Antony í sumar – United búið að smella á hann verðmiða

Þetta eru möguleikar Antony í sumar – United búið að smella á hann verðmiða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben
433Sport
Í gær

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Í gær

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Í gær

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku