fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433

Real Madrid hefur sett sig í samband við umboðsmenn Hazard

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid hefur sett sig í samband við umboðsmenn Eden Hazard, sóknarmann Chelsea en það er Radio Montecarlo sem greinir frá þessu í dag.

Hazard er af mörgum talinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur verið orðaður við Real Madrid, undanfarin ár.

Samkvæmt miðlum á Englandi hefur leikmaðurinn ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Chelsea þar sem að hann er nú tilbúinn að fara til Spánar.

Það er ljóst að spænska félagið þarf að punga út góðri upphæð fyrir leikmanninn en hann er metinn á um 100 milljónir evra.

Hazard hefur komið við sögu í 26 leikjum með Chelsea á leiktíðinni þar sem hann hefur skorað 9 mörk og lagt upp önnur 4.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“