fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Lið ársins í Pepsi deild karla – Þrír úr Val og þrír Blikar

433
Laugardaginn 29. september 2018 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur er Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla annað árið í röð en liðið tryggði sér titilinn í lokaumferðinni í dag.

Valur var í engum vandræðum með botnlið Keflavíkur á Origo-vellinum og vann að lokum sannfærandi 4-1 sigur.

Valur endar tímabilið í efsta sætinu með 46 stig en þar á eftir koma Breiðablik með 44 stig og Stjarnan með 40 stig.

KR er síðasta liðið sem tryggir sér Evrópusæti en liðið mætti Víkingi Reykjavík í dag á Víkingsvelli.

KR hafði að lokum betur 3-2 í leiknum og tryggir sér fjórða sæti deildarinnar. Liðið er með jafn mörg stig og FH sem er með verri markatölu.

FH vann inn leik 1-0 gegn Stjörnunni en það reyndist ekki nóg. FH hafnar í fimmta sæti deildarinnar og er það versti árangur liðsins í fjölmörg ár.

Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á KA en það er ekki nóg til að tryggja titilinn eftir sigur Vals á Keflavík.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur nú lagt skóna á hilluna en hann skoraði þrennu í sínum síðasta leik fyrir ÍBV í 5-2 sigri á Grindavík.

Úrslitin voru þá ótrúleg á Fylkisvelli þar sem heimamenn fengu Fjölni í heimsókn. Fjölnir var fallið fyrir leikinn.

Fylkir gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk í 7-0 sigri og endar tímabilið á magnaðan hátt.

Lið ársins í deildini að mati 433.is er hér að neðan.

Lið ársins (4-4-2)

Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)

Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
Guðmundur Kristjánsson (FH)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)

Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)

Patrick Pedersen (Valur)
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)

Varamenn: Haraldur Björnsson (Stjarnan),Damir Muminovic (Breiðablik), Birkir Már Sævarsson (Valur), Daníel Laxdal (Stjarnan), Gísli Eyjólfsson (Breiðablik), Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Steven Lennon (FH)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Í gær

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum