fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Nokkur lið í Pepsi deildinni í miklum vandræðum með að greiða laun á réttum tíma

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. september 2018 11:06

Lífeyrissjóðirnir sjá um að ávaxta fé launþega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem vera að fjárhagur nokkurra liða í Pepsi deild karla sé afar slæmur, undanfarið hefur 433.is rætt við nokkra leikmenn í deildinni. Hjá nokkrum liðum gengur afar erfiðlega að standa við skuldbindingar sínar.

Vandamálið er ekki nýtt að nálinni en síðustu ár hafa alltaf komið upp tímar þar sem félög geta ekki borgað á réttum tíma, standa við gerða samninga.

Samkvæmt heimildum 433.is er staðan þó verri en hún hefur verið síðustu ár, lið sem hafa yfirleitt ekki verið í vandræðum með að greiða laun á réttum tíma hafa verið í vandræðum í sumar.

Meira en þrír mánuðir hafa liðið í sumar án þess að leikmenn hjá einu liði hafi fengið greitt. Það hefur reynst erlendum leikmönnum liðsins af þungbært.

,,Leikur okkar hefur slaknað eftir að það fór að verða mjög erfitt að fá greitt, það er erfitt fyrir þjálfarateymið að gera miklar kröfur á leikmenn þegar þeir vita hvernig staðan er,“ sagði einn leikmaður í Pepsi deildinni í samtali við 433.is en lið hans hefur svo gott sem bjargað sér frá falli.

Umhverfið í efstu deild karla á Íslandi hefur breyst mikið síðustu, hér áður fyrr voru þetta ekki peningar sem leikmenn treystu alfarið til að borga reikninga og lifa lífinu. Í dag er stór hluti af leikmönnum sem treysta á launin í fótboltanum, það er þeirra eina vinna.

Mörg lið spenna boga sinn hátt og treysta á góðan árangur, ef árangurinn næst ekki og áhorfendum fækkar getur staðan versnað mjög hratt.

Hins vegar er enn stór hluti af liðum í deildinni sem stendur við allar sínar skuldbindingar á réttum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins