Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, tók fram skóna á ný um helgina.
Það eru þónokkur ár síðan Scholes lagði skóna á hilluna en hann var frábær fyrir United á sínum tíma.
Scholes er 43 ára gamall í dag en hann lék með liði Royton Town í utandeildinni sem tapaði 1-0 gegn Stockport Georgians.
Það vantaði marga leikmenn í lið Royton fyrir leikinn um helgina og ákvað Scholes að bjóða sig fram. Sonur hans, Arron spilar fyrir liðið.
Scholes vann ensku úrvalsdeildina 11 sinnum á ferlinum og spilar Royton í 11. efstu deild á Englandi.