Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA Moskvu í dag sem mætti liði Ural í rússnensku úrvalsdeildinni.
CSKA hefur farið ágætlega af stað á þessu tímabili og vann öruggan 4-0 sigur í dag. Liðið er með níu stig eftir sex leiki.
Hörður þurfti því miður að fara meiddur af velli í dag en hann entist í aðeins 22 mínútur í sigrinum.
Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Harðar eru og hvort þáttaka hans með landsliðinu í Þjóðadeildinni sé í hættu.
Það ætti þó að koma í ljós á næstunni en Ísland á leiki gegn Sviss og Belgíu.