Bakvörðurinn Fabio Coentrao hefur skrifað undir samning við lið Rio Ave í portúgölsku úrvalsdeildinni.
Coentrao kemur til Rio Ave frá Real Madrid þar sem hann hefur verið undanfarin sjö ár.
Coentrao fékk lítið að spila á þessum sjö árum hjá Real og kom aðeins við sögu í 58 deildarleikjum.
Undanfarin tvö ár hefur Portúgalinn spilað með Monaco og Sporting Lisbon á láni.
Coentrao er þrítugur að aldri en hann hóf ferilinn hjá Rio Ave og snýr því aftur heim.