Það vantar ekki húmorinn í Unai Emery, stjóra Arsenal á Englandi en hann var í stuði á blaðamannafundi í dag.
Emery var mættur á blaðamannafund fyrir leik Arsenal um helgina er liðið mætir Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.
Blaðamaður Daily Mail, Jonathan Spencer, gleymdi að setja símann sinn á ‘silent’ áður en fundurinn hófst.
Sími blaðamannsins hringdi því á miðjum fundinum beint fyrir framan Emery sem ákvað að svara.
,,Halló, ég heiti Unai Emery, hvernig hefur þú það? Við erum í vinnunni,” sagði Emery í símann áður en skellt var á.
Ansi skondið en myndband af þessu má sjá hér.
? „Good afternoon! Hi, I am Unai Emery. How are you? We are working.“
⚠️ Rule 1: Always put your phone on airplane mode during press conferences
? @UnaiEmery_ pic.twitter.com/UuuB93rkP2
— Arsenal FC (@Arsenal) 31 August 2018