Framherjinn Andre Bjerregaard er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir KR í Pepsi-deild karla.
Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Fótbolta.net í dag en Bjerregaard er farinn heim.
,,Það var samkomulag okkar á milli að rifta samningi. Hann vildi skoða sína möguleika í Danmörku þar sem glugginn er að loka,” sagði Rúnar við Fótbolta.net.
Bjerregaard samdi fyrst við KR síðasta sumar og þótti standa sig nokkuð vel eftir dvöl hjá AC Horsens.
Daninn spilaði reglulega fyrir KR í sumar en hann gerði fjögur mörk í 16 deildarleikjum.