Jorge Mendes, umboðsmaður Cristiano Ronaldo, er brjálaður þessa stundina eftir val UEFA á leikmanni ársins.
Luka Modric var í dag valinn leikmaður ársins hjá UEFA en hann átti frábært ár með bæði Real Madrid og króatíska landsliðinu.
Mendes er þó alls ekki sammála þessari ákvörðun og segir að Ronaldo hafi átt að vinna þessi verðlaun.
,,Fótboltinn er spilaður á vellinum og það er þar sem Cristiano vann,” sagði Mendes við Record.
,,Hann skoraði 15 mörk og dró Real Madrid áfram og vann Meistaradeildina enn eitt árið.”
,,Þetta er fáránlegt og til skammar. Það er ekki hægt að efast um sigurvegarann, Ronaldo er sá besti í sinni stöðu.”