Gennaro Gattuso, stjóri AC Milan á Ítalíu, er þekktur fyrir það að vera ansi skapmikill en hann var það sem leikmaður á sínum tíma.
Gattuso nældi sér í ófá spjöld á ferlinum sem leikmaður en hann lék lengst með einmitt AC Milan.
Myndband af Gattuso fær nú að njóta sín á netinu þar sem hann slær ungan leikmann liðsins, Gabriele Bellodi eftir leik við Barcelona.
Bellodi hélt á treyju Barcelona fyrir framan myndavélarnar eftir viðureign liðanna í ICC æfingamótinu.
Gattuso var ekki sáttur við sinn mann að halda á treyju andstæðingsins og sló hann harkalega.
Myndband af þessu má sjá hér.
Gattuso doesn’t like one of his players showing off the opponent’s kit ?? @acmilan pic.twitter.com/sNXrAOIPh7
— 433 (@official433) 27 August 2018