Búið er að draga í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er komið á hreint hvaða lið mætast í vetur.
Riðlarnir eru margir gríðarlega sterkir og er B-riðill til að mynda með Barcelona, Tottenham, PSV og Inter Milan innanborðs.
Liverpool fær verðugt verkefni í sínum riðli en liðið mun spila við Paris Saint-Germain, Napoli og Red Star frá Serbíu.
Manchester United mætir Juventus, Valencia og Young Boys þar sem Cristiano Ronaldo mun mæta sínum gömlu félögum.
Hér má sjá alla riðlana.
A-riðill
Atletico Madrid
Borussia Dortmund
Monaco
Club Brugge
B-riðill
Barcelona
Tottenham
PSV Eindhoven
Inter
C-riðill
Paris Saint-Germain
Napoli
Liverpool
Red Star
D-riðill
Lokomotiv Moskva
Porto
Schalke
Galatasaray
E-riðill
Bayern Munchen
Benfica
Ajax
AEK Aþena
F-riðill
Manchester City
Shakhtar Donetsk
Lyon
Hoffenheim
G-riðill
Real Madrid
Roma
CSKA Moskva
Viktoria Plzen
H-riðill
Juventus
Manchester United
Valencia
Young Boys