Luke Shaw, bakvörður Manchester United, hefur verið valinn í enska landsliðshópinn fyrir komandi verkefni.
Shaw hefur þótt vera einn besti leikmaður United á þessu tímabili og fær nú kallið frá Gareth Southgate.
Shaw tekur pláss Ashley Young, liðsfélaga síns hjá United og Phil Jones er þá ekki með vegna meiðsla.
Adam Lallana og Joe Gomez, leikmenn Liverpool, eru þá mættir í hópinn en þeir voru ekki með á HM í sumar.
Hér má sjá hópinn sem mætir Spáni og Sviss í næsta mánuði.
Markmenn: Pickford, Butland, McCarthy
Varnarmenn: Tripper, Walker, Alexander-Arnold, Gomez, Stones, Maguire, Tarkowski, Rose, Shaw
Miðjumenn: Dier, Delph, Henderson, Lallana, Lingard, Alli, Loftus-Cheek
Framherjar: Kane, Sterling, Rashford, Welbeck.