Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og geta lið enn styrkt sig fyrir utan þau sem spila í ensku úrvalsdeildinni.
Hér má sjá pakka dagsins.
Leikmenn Manchester United trúa því að Jose Mourinho sé einum tapleik frá því að vera rekinn. (Mail)
Real Madrid hefur áhuga á að kaupa vængmanninn Raheem Sterling frá Manchester City. (Sky)
Alexandre Lacazette, leikmaður Arsenal, er að íhuga framtíð sína hjá félaginu. (Le10Sport)
Real Sociedad á Spáni hefur áhuga á að fá framherjann Sandro Ramirez sem spilar með Everton. (Marca)
Fenerbahce hefur neitað því að félagið hafi áhuga á að fá Moussa Sissoko frá Tottenham. (Sky)
Jose Mourinho hafði áhuga á að fá vængmanninn Lucas Moura til Manchester United áður en hann samdi við Tottenham. (MEN)
Sheyi Ojo, 21 árs gamall vængmaður Liverpool er á leið til Reims í Frakklandi á láni. (Mirror)