Rafael Benitez, stjóri Newcastle, hefur gefið í skyn að hann ætli að tefla fram krökkunum í kvöld er liðið mætir Nottingham Forest.
Newcastle og Forest eigast við í enska deildarbikarnum en leikurinn fer fram á heimavelli þess síðarnefnda.
Benitez var mjög ósáttur við hvernig félagaskiptaglugginn var nýttur í sumar og vill meina að hann sé með mjög þunnan hóp.
,,Þú verður að hafa stjórn á þínum leikmannahópi. Það fer eftir því hvernig glugginn er notaður, hvort hópurinn sé sterkari eða ekki,” sagði Benitez.
,,Við getum unnið með þá leikmenn sem spila en við getum ekki logið að stuðningsmönnunum og látið eins og þetta sé mikilvægasti leikur tímabilsins.”