Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Bayern Munchen, hefur útskýrt af hverju hann var rekinn frá félaginu í september.
Ancelotti vann Bundesliguna á sínu fyrsta ári í Þýskalandi en var látinn fara eftir slæmt 3-0 tap gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni.
Ancelotti segir að hann hafi upplifað óvenjulega tíma hjá Bayern og að það sé lítið hægt að breyta hjá því félagi.
,,Það sem ég upplifði hjá Bayern var ansi óvenjulegt,” sagði Ancelotti í samtali við DAZN.
,,Hlutirnir gengu alls ekkert svo illa, við unnum næstum því alla okkar leiki í september.”
,,Þetta var meira vandamál varðandi hugmyndafræði. Þeir vildu ekki breyta til en ég vildi það.”