Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.
Þessi 33 ára gamli miðjumaður hefur spilað með Stjörnunni síðustu þrjú tímabil eftir stutt stopp í atvinnumennsku.
Baldur reyndi fyrir sér hjá danska félaginu Sonderjyske eftir flotta frammistöðu með KR hér heima.
Baldur hefur verið í lykilhlutverki síðan hann sneri aftur heim og gerði í dag nýjan tveggja ára samning.
Baldur gerði samning til ársins 2020 og eru þetta miklar gleðifréttir fyrir þá bláklæddu enda um góðan leikmann að ræða.