Graeme Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, er mikill aðdáandi vængmannsins Wilfried Zaha sem spilar með Crystal Palace.
Zaha var flottur í gær er Palace tapaði 2-1 fyrir Watford en hann skoraði eina mark liðsins í leiknum.
Souness segir að Zaha sé alltof góður fyrir Palace og sér hann fyrir sér spila fyrir stórlið Real Madrid.
,,Hann er magnaður að mínu mati. Þið gætið hlegið að þessu en ég get séð hann spila fyrir Real Madrid, hann er svo góður,“ sagði Souness.
,,Það eru aðeins örfáir leikmenn, jafnvel fyrir utan ensku úrvalsdeildina sem búa yfir þessum gæðum.“