fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433

Tottenham vildi tvo frá United – Albert gæti fengið samherja frá West Ham

Victor Pálsson
Mánudaginn 27. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og geta lið enn styrkt sig fyrir utan þau sem spila í ensku úrvalsdeildinni.

Hér má sjá pakka dagsins.

Unai Emery, stjóri Arsenal, vill fá meira frá hinum 29 ára gamla Mesut Özil sem var ekki með gegn West Ham um helgina. (Mirror)

Danny Rose, leikmaður Tottenham, gæti verið á leið til Marseille í Frakklandi en hann vill ekki missa sæti sitt í enska landsliðinu. (Star)

Tottenham hafði áhuga á að fá bæði Juan Mata og Anthony Martial frá Manchester United í sumar en það var ekki möguleiki. (MEN)

Atletico Madrid vill fá 30 milljónir evra fyrir bakvörðinn Filipe Luis sem er á óskalista Paris Saint-Germain. (AS)

Gennaro Gattuso, stjóri AC Milan, segir að Tiemoue Bakayoko verði að læra ‘einföldu hlutina’ eftir 3-2 tap gegn Napoli um helgina. (Eurosport)

Theo Walcott, leikmaður Everton, vonast til að fá annað tækifæri með enska landsliðinu eftir tveggja ára fjarveru. (Independent)

West Ham hefur fengið tilboð frá AZ Alkmaar en hollenska félagið vill fá miðjumanninn Reece Oxford. (Mail)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur