Tveir leikmenn Chelsea og tveir leikmenn Liverpool komast í lið helgarinnar hjá the BBC sem birt var í gær.
Chelsea vann 2-1 sigur á Newcastle í gær á meðan Liverpool vann 1-0 sigur á Brighton á laugardag.
Þeir Marcos Alonso og Eden Hazard hjá Chelsea fá pláss að þessu sinni sem og Trent-Alexander Arnold og James Milner hjá Liverpool.
Einnig eru tveir leikmenn Fulham í liðinu en liðið vann flottan 4-2 sigur á Crystal Palace í gær.
Aleksandar Mitrovic setti tvennu fyrir Fulham í þeim leik og fær pláss. Einnig er Jean-Michel Seri á miðjunni.
Hér má sjá liðið í heild sinni.