Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle, var ekki með liðinu í gær sem mætti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Newcastle fékk Chelsea í heimsókn á St. James’ Park og þurfti að sætta sig við 2-1 tap.
Lascelles hefur verið fastamaður í liði Newcastle undir stjórn Rafael Benitez en var ekki með liðinu í gær sem kom á óvart.
The Daily Mail fullyrðir það að Lascelles hafi rifist við Benitez á æfingasvæðinu vegna leikstíl Spánverjans.
Lascelles var ekki hrifinn af þeirri ákvörðun Benitez að nota þrjá varnarmenn gegn Chelsea og í kjölfarið rifust tvímenningarnir.
Benitez svaraði með því og henti Lascelles úr hópnum og spiluðu þeir Fabian Schar, Federico Fernandez og Ciaran Clark í öftustu línu.