Fylkir 3-1 Grindavík
1-0 Daði Ólafsson(50′)
1-1 Will Daniels(54′)
2-1 Ragnar Bragi Sveinsson(58′)
3-1 Daði Ólafsson(82′)
Fylkir vann gríðarlega mikilvægan sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið fékk Grindavík í heimsókn.
Fylkismenn reyna að halda sæti sínu í deildinni en liðið var fyrir leikinn í fallsæti ásamt Fjölni.
Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn í dag en á 50. mínútu leiksins kom Daði Ólafsson heimamönnum yfir.
Stuttu síðar jöfnuðu þó gestirnir frá Grindavík er Will Daniels kom boltanum í netið.
Ragnar Bragi Sveinsson sá svo um að koma Fylki aftur yfir áður en Daði bætti við sínu öðru marki og gulltryggði mikilvæg þrjú stig fyrir Árbæinga.