Alisson Becker, markvörður Liverpool, segir að hann muni ekki breyta sínum leik eftir að hafa komið til félagsins frá Roma í sumar.
Alisson þykir vera ansi kaldur með boltann á eigin vallarhelmingi og viðurkennir það að mistök gætu átt sér stað á tímabilinu.
,,Ég reyni mitt besta til að hjálpa liðinu að byggja upp sóknir. Ef ég þarf að rekja boltann þá geri ég það vandlega,“ sagði Alisson.
,,Það gæti verð of mikil áhætta en það er partur af leiknum. Við erum lið sem spilar boltanum úr öftustu línu.“
,,Það er partur af leikstíl liðsins. Mistök gætu átt sér stað en við æfum mikið til að ná þessu rétt í leikjum.“