Breiðablik er komið aftur á toppinn í Pepsi-deild kvenna en liðið mætti FH á Kaplakrikavelli í dag.
Blikar voru ekki í miklum vandræðum með botnliðið og unnu að lokum þægilegan 3-0 sigur.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir heldur áfram að skora og gerði tvö mörk og Agla María Albertsdóttir skoraði eitt.
HK/Víkingur vann þá mikilvægan sigur í botnbaráttunni en liðið mætti Grindavík í botnslag.
HK/Víkingur hafði betur með fjórum mörkum gegn engu og er nú sex stigum frá fallsæti.
FH 0-3 Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
0-2 Agla María Albertsdóttir
0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
HK/Víkingur 4-0 Grindavík
1-0 Karólína Jack
2-0 Karólína Jack
3-0 Kader Hancar
4-0 Margrét Sif Magnúsdóttir