Yoshinori Muto, nýr framherji Newcastle, hafnaði því að ganga í raðir Chelsea fyrir fjórum árum síðan.
Muto kom til Newcastle frá Mainz í sumar en hann taldi Chelsea ekki hafa mikinn áhuga á að nota sig.
,,Þegar ég var 22 ára gamall þá fékk ég tilboð frá Chelsea,“ sagði Muto í samtali við the Telegraph.
,,Á þessum tíma þá leið mér ekki eins og stjóri liðsins hafi viljað fá mig eða þurft á mér að halda.“
,,Þeir vildu kaupa efnilega leikmenn og lána þá annað til að hjálpa þeim að bæta sig. Ég vildi frekar vera áfram hjá mínu félagi og bæta mig.“
,,Ég vildi taka þessi skref sjálfur og bæta minn leik og þess vegna hafnaði ég tækifærinu.“