Michael Owen, fyrrum framherji enska landsliðsins, gat ekki beðið eftir því að leggja skóna á hilluna á sínum tíma eftir erfið meiðsli á ferlinum.
Owen lagði skóna á hilluna aðeins 33 ára gamall en hann meiddist oft á ferlinum eftir að hafa verið frábær fyrir Liverpool í átta ár.
Owen spilaði með Newcastle, Manchester United og Stoke City áður en hann ákvað að kalla þetta gott árið 2013.
,,Ég var einhver sem skoraði mörk, sólaði leikmenn, var fljótur, hljóp í svæðin og sendi fyrir. Þetta breytti leiknum mínum,“ sagði Owen.
,,Síðustu sex eða sjö árin á ferlinum, ég breyttist í það eina sem ég gat. Ég var dauðhræddur við að taka hlaup í svæðin, ég vissi að ég myndi rífa vöðva.“
,,Það versta við þetta allt saman er að eðlishvötin segja þér hvað þú hefur alltaf gert. Ég var alinn upp til þess að gerast fótboltamaður.“
,,Ég hataði þetta síðustu sex eða sjö ár ferilsins. Ég gat ekki beðið eftir því að hætta því þetta var ekki ég.“