Yannick Bolasie, vængmaður Everton, hefur skrifað undir samning við lið Aston Villa út tímabilið.
Bolasie mun leika með Villa á láni út leiktíðina en hann er ekki inni í myndinni hjá Marco Silva, stjóra Everton.
Bolasie er 29 ára gamall leikmaður en hann var keyptur til Everton frá Crystal Palace árið 216.
Bolasie meiddist illa stuttu eftir að hafa samið við Everton og náði sér aldrei almennilega á strik.
Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Villa sem vill tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni.